Jóhannes Proppé látinn

johannes proppe

johannes proppe

Jóhannes Proppé fyrrverandi stjórnarmaður og gjaldkeri Hjartaheilla, landssamtaka hjartasjúklinga til 19 ára lést laugardaginn 21. júlí s.l. á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut. Stjórn og starfsmenn Hjartaheilla þakka Jóhannesi óeigingjarnt starf og vottar fjölskyldu hans innilegustu samúðar.

 

Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.

 

Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
                    (Þórunn Sigurðardóttir.)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *