
Golfmót Hjartaheilla verður haldið í annað skiptið mánudaginn 13. ágúst 2012.
Keppnin verður með sama fyrirkomulagi og í fyrra, Texas Scramble.
Þátttakendur skrá sig sem einstaklingar og eru dregnir (raðað) í lið með öðrum þannig að öll lið verði sem jöfnust.
Ekki er heimilt að tilkynna inn lið, aðeins einstaklinga.
Mótið fer fram á Bakkakotsvelli í Mosfellsdal og verður að takmarka þátttökufjöldann við 40 manns.
Mæting er kl. 09:00 og hefst keppni um kl. 09:30.
Mótsgjaldið er 2.500,- kr. Innifalið í gjaldinu er golf, veitingar í lok móts, verðlaun fyrir sigurliðið og teiggjöf.
Þátttakan skráist á heimasíðu Hjartaheilla www.hjartaheill.is/old undir Golfmót 2012, tilkynnist á netfangið hjarta@hjartaheill.is/old eða í síma 552 5744.
Skrá þarf nafn, heimilisfang, póstnúmer, netfangi, símanúmer og forgjöf.
Skráning hefst þriðjudaginn 7. ágúst 2012 kl. 10:00 og gildir sú regla að fyrstur kemur fyrstur fær, þó með þeirri undantekningu að þeir sem tóku þátt í fyrra ganga fyrir að þessu sinni.
E.s.
Í Texas Scramble.eru fjórir leikmenn sem spila saman.
Allir slá upphafshögg af teig, valinn er besti boltinn og slá allir þaðan og svo koll af kolli þar til boltinn fer í holu.
Með því að fara á tengilinn hér til hliðar er hægt að skoða myndir frá síðasta móti Hjartaheilla 2011. Myndir
Mótsstjórn.