Glæsilegum árangri í áheitasöfnun fagnað

Hjartaheill

HjartaheillÞriðjudaginn 11. september s.l. kl. 17:00 til 18:00 var haldin uppskeruhátíð áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka 2012. Það var aðalstyrktaraðili hlaupsins, Íslandsbanki, sem bauð til hátíðarinnar í höfuðstöðvum sínum á Kirkjusandi.

 

Á hátíðinni komu saman fulltrúar góðgerðafélaga, hlauparar og skipuleggjendur hlaupsins til að fagna góðum árangri áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka sem fram fór á hlaupastyrkur.is. Í ár söfnuðust alls 45.987.154 krónur til 130 góðgerðafélaga. Þetta er 5% hærri upphæð en safnaðist í fyrra þegar met var slegið í áheitasöfnun og því var rík ástæða til að fagna.

 

Hjartaheill þakkar öllum þeim sem styrktu félagið með því að hlaupa, ganga eða heita á hlaupara og Íslandsbanka fyrir að halda utanum þessa frábæru fjáröflun sem skiptir orðið miklu máli í starfi líknasamtaka en alls safnaðist 245.603 kr. til Hjartaheilla.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *