Bronsleikar ÍR á alþjóðlega hjartadaginn

Bronsleikar ÍR á alþjóðlega hjartadaginn

Bronsleikar ÍR á alþjóðlega hjartadaginn Bronsleikar ÍR fóru fram í Laugardalshöll í gær. Þeir voru nú í fyrsta sinn hluti af hátíðarhöldunum í tengslum við alþjóðlega hjartadaginn. Það voru 170 sprækir krakkar 10 ára og yngri sem komu og spreyttu sig á fjölbreyttum þrautum. Fjöldi áhoerfenda fylgdist með og hvatti krakkana óspart. Inná Facebooksíðu leikanna má sjá hvernig dagurinn gekk fyrir sig í höllinni. En ljósmynd var tekin af salnum á 8 sekúndna fresti allan tímann.

 

Nemendur á þjálfaranámskeiði hjá ÍSÍ fengu að koma og fylgjast með og prófa að vinna á stöðvum og fylgja hópum í gegnum þrautina.

 

Samhliða Bronsleikunum fóru Gunnar Páll Jóakimsson og Margrét Héðinsdóttir með hóp fólks í hjartadagsgönduna um Laugardalnum.

 

Meðal annars var komi við í gömlu þvottalaugunum og ein göngukvenna hafði reynslu af því sjálf að fara með þvottinn sinn í þvottalaugarnar og þvo hann þar og fara svo með hann aftur heim til að hengja upp til þerris. Gengið var í gegnum Fjölskyldu og húsdýragarðinn þar sem hluti göngumanna fylgdust með því þegar selirnir fengu að éta. Þegar við komum til baka fengu allir sem vildu ávexti í boði Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna.

 

Frjálsíþróttadeild ÍR þakkar Hjartaheill, Hjartavernd og Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna kærlega fyrir ánægjulegt samstarf í tenslum við alþjóðlega hjartadaginn. Meistaraflokkur ÍR sá um að framkvæma mótið og gerðu það með glæsibrag. Við þökkum þeim vel unnin störf.

 

Viðurkenningarskjöl sem þátttakendur geta prentað út koma inn á heimasíðu deildarinnar á næstu dögum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *