Minningarorð – Aðalsteinn Valdimarsson

Aðalsteinn Valdimarsson

Aðalsteinn ValdimarssonAðalsteinn Valdimarsson skipstjóri fæddist á Eskifirði 24. maí 1931. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 14. október 2012. Aðalsteinn stundaði sjómennsku lengst af ævinnar sem skipstjóri. Aðalsteinn kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni Elínborgu Þorsteinsdóttur 1953. Útför Aðalsteins fer fram frá Eskifjarðarkirkju, í dag, 19. október 2012.

 

Látinn er vinur okkar og félagi Aðalsteinn Valdimarsson. Aðalsteinn sat í stjórn Hjartaheilla til margra ára og sem formaður deildarinnar á Austurlandi til dauðadags.

 

Hann vann ýmis trúnaðarstörf fyrir Hjartaheill og sat m.a. í stjórn SÍBS um nokkurra ára skeið sem fulltrúi Hjartaheilla og naut hann sín vel á þeim vettvangi.

 

Aðalsteinn vann ötullega að málefnum Hjartaheilla, alla tíð, með hagsmuni samtakanna og félagsmanna að leiðarljósi. Aðalsteinn var hreinskiptinn, fylginn sér og gangorður. Hann var afskaplega ljúfur maður með létta lund og átti auðvelt með að fá aðra til fylgis við hin ýmsu málefni þegar á þurfti að halda.

 

Fyrir nokkrum árum síðan ákvað hann að kominn væri tími á að hleypa yngra fólki að og yfirgaf stjórnasetu í stjórnum Hjartaheilla og SÍBS.

 

Fyrir hönd stjórnar Hjartaheilla þökkum við Aðalsteini samfylgdina og sendum aðstandendum hans okkar innilegustu samúðarkveðjur.

Guðmundur Bjarnason formaður

Ásgeir Þór Árnason framkvæmdastjóri
Hjartaheilla, landssamtaka hjartasjúklinga

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *