Ganga um Laugardalinn

Skautahöllin

SkautahöllinFrá og með miðvikudeginum 7. nóvember n.k. (á morgun) mun ganga Hjartaheilla fara fram á miðvikudögum kl. 16.30 frá Skautahöllinni í Laugardal.

 

Gengin verður „léttur“ hringur rétt um 3 km.  og svo verður tekinn stærri og kraftmeiri hringur í beinu framhaldi af honum. Áætlað er að fyrri hringur taki um 50 mínútur og sá seinni svipaðan tíma. Göngustjóri er Kjartan Birgisson GSM 861 6465.

 

Að sjálfsögðu verður félögum áfram frjálst að mæta í Perluna á laugardögum kl. 11.00.

Ekki verður göngustjóri frá Hjartaheillum á staðnum héðan í frá, nema einhver gefi sig fram sem vill taka það að sér.

 

Hlakka til að sjá sem allra flesta á morgun kl. 16.30 eða í kraftmeiri gönguna kl. 17.20.

 

F.h. Hjartaheilla á höfuðborgarsvæðinu,

Kjartan Birgisson göngustjóri

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *