GoRed fyrir konur 2013 í Kringlunni

AR-130214-138

AR-130214-138Landspítalinn við Hringbraut og Perlan í Öskjuhlíðinni voru lýst upp í rauðum lit í febrúar s.l. til að minna okkur á forvarnir gegn hjarta- og æðasjúkdómum hjá konum undir merkinu GoRed.

 

GoRed átakið miðar að því að fræða konur um áhættuþætti og einkenni hjarta- og æðasjúkdóma og hvernig draga má úr líkum á þessum sjúkdómum. GoRed átakið er alheimsátak á vegum World Heart Federation og hófst á Íslandi 2009. Verndari átaksins hér á landi er Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrum heilbrigðisráðherra og formaður stjórnar GoRed er Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir sérfræðingur í hjartasjúkdómum.
 
Mikil hátíð var haldin að kvöldi 14. febrúar s.l. í Kringlunni og skemmtu allir sér hjartanlega vel.
 
Hjartavernd, Hjartaheill, Heilaheill og hjartahjúkrunarfræðingar stóðu að þessu átaki í mikilli og góðri samvinnu við Kringluna og eiga allir sem tóku þátt í að gera þetta verkefni að veruleika miklar þakkir fyrir.
 
Hér má sjá myndir frá kvöldinu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *