
Miðvikudaginn 15. maí s.l. var í fyrsta skiptið haldið áheitahlaup til styrktar líffæraþegum sem taka þátt í heimsleikum líffæraþega í Durban í Suður Afríku dagana 28. júlí til 4. ágúst 2013. Hlaupið fór fram frá Víkingsheimilinu, Traðarlandi 1, 108 Reykjavík.
72 hlauparar tóku þátt í 5 eða 10 km hlaupi og sigraði Agla Þóra Briem í 5 km hlaupi kvenna á tímanum 26,36 mínútur en Sigurjón Ernir Sturluson í 5 km hlaupi karla á tímanum 17,50.
Í 10 km hlaupi kvenna sigraði Jóhanna Arnórsdóttir á tímanum 43,23 og í 10 km hlaupi karla sigraði Róbert Gunnarsson á tímanum 36,24 mínútur sem er Íslandsmet í hópi 50 ára og eldri.
Þeir sem vilja styrkja þátttakendur geta lagt inná reikning 0101 – 26 – 68.
Kennitala 511083 – 0369.