Þekkir þú gildin þín?

Borði

Hjartaheill býður ókeypis mælingar á blóðþrýstingi og öðrum gildum um helgina í SÍBS húsinu, Síðumúla 6.

 

Hjartaheill og SÍBS bjóða öllum þeim sem ekki þekkja gildin sín að koma í ókeypis mælingu á blóðþrýstingi, blóðsykri, blóðfitu og súrefnismettun, helgina 25. – 26. maí í SÍBS húsinu Síðumúla 6. Hjúkrunarfræðinemar í Háskóla Íslands munu framkvæma mælingarnar og gefa vinnu sína báða dagana.

 

„Hjarta og æðasjúkdómar eru ein algengasta orsök dauðsfalla og ótímabærs heilsubrests á vesturlöndum“ segir Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri SÍBS og bætir við. „Lífstílssjúkdómar eru þegar orðnir heilsufarsvandi númer eitt. En þeir eiga það sameiginlegt að þá má að hluta til fyrirbyggja með hollu mataræði, hreyfingu og öðrum lífsstílsbreytingum. Ég hvet alla sem eru á eða komnir að miðjum aldri til þess að koma og fá að vita hver staðan er hjá þeim. Þetta er ekki eitthvað sem er gott að vita, það getur beinlínis verið lífsnauðsynlegt.“

 

Opið er frá kl. 11 – 15 laugardag og sunnudag.

 

Allar nánari upplýsingar má finna á sibs.is og á hjartaheill.is/old.

 

Nánari upplýsingar gefa

Guðmundur Löve

Framkvæmdastjóri SÍBS

gudmundur@sibs.is„>gudmundur@sibs.is

Sími: 820 1510

og/eða

Ásgeir Þór Árnason

Framkvæmdastjóri Hjartaheilla

asgeir@hjartaheill.is/old„>asgeir@hjartaheill.is/old

Sími: 693 8800

 

Borði

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *