713 mældir.og langar biðraðir

SAM 0623

SAM 0623Það voru afar þreyttir en þakklátir sjálfboðaliðar sem héldu heim síðdegis í dag að lokinni mælingaherferð Hjartaheilla og SÍBS sem staðið hefur yfir alla helgina í húsnæði SÍBS að Síðumúla 6, Reykjavík. 


Á lagardaginn voru framkvæmdar 305 mælingar og í dag 408 mælingar.

 

Tuttugu sjálfboðaliðar tóku þátt í mælingunum og eru þeim færðar hjartans þakkir fyrir óeigingjarnt starf. Einnig færum við styrktaraðilum okkar hjartans þakkir fyrir stuðninginn en þeir eru: Velferðarráðuneytið, Pokasjóður og Rio Tinto Alcan.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *