Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er í fullum gangi

merki

merki

Heita á hlaupara
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða. Hægt er að heita á hlaupara fram að miðnætti mánudaginn 26. ágúst en hlaupið fer fram laugardaginn 24. ágúst 2013.
 
Auðvelt er að heita á hlaupara hér á www.hlaupastyrkur.is Hægt er að greiða áheit með kreditkorti, millifærslu og með því að senda áheitanúmer keppenda sem sms skeyti. 
 
Bæði er hægt er að heita á einstaklinga og boðhlaupslið. Auðvelt er að leita að einstakling eða liði með því að slá inn nafn eða hluta úr nafni viðkomandi í leitarstrenginn. Einnig er hægt að finna hvaða einstaklingar og lið hlaupa fyrir hvert góðgerðafélag í listanum yfir góðgerðafélög.
 
Hlaupa til góðs
Að hlaupa er frábær hreyfing sem verður enn betri ef hægt er að styrkja góð málefni um leið. Ef þú vilt hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2013 þarftu að byrja á því að skrá þig í hlaupið og fara síðan inná www.hlaupastyrkur.is til að setja áheitasöfnun í gang.
 
Þegar þú skráir þig í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka á www.marathon.is býðst þér í skráningarferlinu að skrá þig sem góðgerðahlaupara fyrir ákveðið góðgerðafélag. Haka þarf í reitinn „Já, ég vil hlaupa til góðs“ og velja góðgerðafélag í fellilistanum. Veljir þú að hlaupa til góðs birtist nafn þitt hér á www.hlaupastyrkur.is og hver sem er getur heitið á þig með því að senda sms eða greiða með kreditkorti eða millifærslu. Þú getur notað innskráningarupplýsingarnar sem þú fékkst sendar í tölvupósti til að fara inná þitt nafn hér á www.hlaupastyrkur.is Þar getur þú bæði sett inn myndir og sagt frá ástæðu þess að þú hleypur fyrir tiltekið félag.
 
Um leið og Hjartaheill hvetur fólk til að taka þátt í þessu skemmtilega átaki Íslandsbanka hvetjum við hlaupara að skrá sig og hlaupa fyrir hjartasjúklinga á Íslandi. Þeir sem það gera eru færðar hjartans þakkir fyrir ásamt þeim fjölmörgu sem hlaupið hafa í gegnum árin fyrir Hjartaheill. Hér má lesa meira um Hjartaheill

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *