
Mótið fer fram á Bakkakotsvelli í Mosfellsdal og verður að takmarka þátttökufjöldann við 40 manns.
Mæting er kl. 08:30 og hefst keppni stundvíslega kl. 09:00.
Keppnin verður með sama fyrirkomulagi og undanfarin ár, Texas Scramble. Þátttakendur skrá sig sem einstaklingar og eru raðað í lið með öðrum þannig að öll lið verði sem jöfnust. Ekki er heimilt að tilkynna inn lið, aðeins einstaklinga.
Þátttaka tilkynnist til Hjartaheilla í síma 560 4806 eða á netfangið kjartan@hjartaheill.is/old.
Gefa þarf upp nafn, forgjöf, netfangi og GSM símanúmer.
Skráning hefst þriðjudaginn 13. ágúst 2013 kl. 10:00 og gildir sú regla að fyrstur kemur fyrstur fær, þó með þeirri undantekningu að þeir sem tóku þátt í fyrra ganga fyrir að þessu sinni.
Ekkert mótsgjaldið verður innheimt en þeir sem vilja styrkja Hjartaheill með frjálsum framlögum er bent á að hafa samband við Kjartan Birgisson einvald golfmótsins.
Að golfi loknu verður boðið uppá súpu og brauð á meðan verðlaunaafhending fer fram.
Með því að fara á tengilinn hér til hliðar er hægt að skoða myndir frá síðasta móti Hjartaheilla 2012 myndir
Með hjartans kveðju, mótsstjórn
Síðumúla 6, 108 Reykjavík
Netfang kjartan@hjartaheill.is/old
www.hjartaheill.is/old
Sími: 560 4806