Margir bíða eftir hjartaþræðingu

632697
632697Um 270 sjúklingar bíða þess nú að komast í hjartaþræðingu á Landspítalanum. Er það óvenjulega mikill fjöldi.

„Biðlistinn í hjartaþræðingu er langur núna og lengri en hann hefur verið eða við teljum æskilegt að hann sé. Vonandi mun hann styttast á næstu mánuðum og við erum að vinna að því,“ segir Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir, yfirlæknir hjartaþræðinga á Landspítalanum, í Morgunblaðinu í dag.

Biðlistinn hefur safnast upp á síðastliðnu ári af ýmsum orsökum að sögn Ingibjargar. Sumrinu sé ekki eingöngu um að kenna, þá hægist á starfseminni en listinn hafi verið að safnast upp á lengri tíma en það.

mbl.is föstudaginn 6. september 2013. fréttin

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *