

Einnig verður hjartadagshlaupið á vegum Hjartaverndar. Hlaupið er frá Kópavogsvelli kl. 10:00. Hægt er að skrá sig í hlaupið á www.hlaup.is en í boði eru 2 vegalengdir. Sjá www.hjarta.is
Opið hús í október !
Föstudaginn 25. október n.k. kl. 20:00 ætlum við að efna til „Pub Quiz“ í húsakynnum Hjartaheilla að Síðumúla 6, 2. hæð. Pub Quiz er skemmtilegur spurningaleikur. Léttar veitingar í boði en gestum er velkomið að koma með léttvín eða bjór með sér.
Jólakaffi Hjartaheilla í nóvember !
Hið árlega jólakaffi hjartadrottninganna verður miðvikudaginn 27. nóvember og byrjar kl. 20:00 í Síðumúla 6. 2. hæð. Lesið verður upp úr bók og skemmtilegt tónlistaratriði flutt. Sjáumst öll í jólaskapi !
Opið hús í desember !
Miðvikudagskvöldið 11. desember kl. 20:00 ætlum við að vera með jólabingó í Síðumúla 6, 2 hæð. Fullt af flottum vinningum. Á alla okkar viðburði eru allir félagsmenn og fjölskyldur þeirra hjartanlegar velkomnir, sjáumst hress.