30 ára afmæli Hjartaheilla, Alþjóðlegi hjartadagurinn o.fl.

30 ára afmæli Hjartaheilla
30 ára afmæli HjartaheillaHaldið verður uppá 30 ár afmæli Hjartaheilla og Alþjóðlega hjartadaginn sunnudaginn 29. september 2013 en þá munum við efna til 3 km göngu frá Síðumúla 6, kl. 11:00 og ganga um Laugardalinn. Kl. 12:00 mun leikhópurinn Lotta koma í Síðumúlann og skemmta börnum sem fullorðnum og að því loknu býður Subway gestum upp á samlokur. Vonandi sjáum við sem flesta mæta.

Einnig verður hjartadagshlaupið á vegum Hjartaverndar. Hlaupið er frá Kópavogsvelli kl. 10:00. Hægt er að skrá sig í hlaupið á www.hlaup.is en í boði eru 2 vegalengdir. Sjá www.hjarta.is  


Opið hús í október !
Föstudaginn 25. október n.k. kl. 20:00 ætlum við að efna til „Pub Quiz“ í húsakynnum Hjartaheilla að Síðumúla 6, 2. hæð. Pub Quiz er skemmtilegur spurningaleikur. Léttar veitingar í boði en gestum er velkomið að koma með léttvín eða bjór með sér.

Jólakaffi Hjartaheilla í nóvember !
Hið árlega jólakaffi hjartadrottninganna verður miðvikudaginn 27. nóvember og byrjar kl. 20:00 í Síðumúla 6. 2. hæð. Lesið verður upp úr bók og skemmtilegt tónlistaratriði flutt. Sjáumst öll í jólaskapi !

Opið hús í desember !
Miðvikudagskvöldið 11. desember kl. 20:00 ætlum við að vera með jólabingó í Síðumúla 6, 2 hæð. Fullt af flottum vinningum. Á alla okkar viðburði eru allir félagsmenn og fjölskyldur þeirra hjartanlegar velkomnir, sjáumst hress.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *