30 ára afmæli fagnað með 30 kílómetra göngu

30 ára afmæli fagnað með 30 kílómetra göngu
30 ára afmæli fagnað með 30 kílómetra gönguSunnudaginn 3. nóvember s.l. gengu félagar í Hjartaheillum 30 km. göngu til að vekja athygli á söfnun félagsins fyrir nýju hjartaþræðingatæki og 30 ára afmæli samtakanna 8.október s.l. 

Gengið var frá Reykjalundi að höfuðstöðvum Hjartaheilla í Síðumúla 6 og áfram að Landspítala við Hringbraut. Þetta var táknræn ganga og leiðin valin til að undirstrika það að allir hjartasjúklingar sem fara í stærri hjartaaðgerðir á Landspítala þurfa á endurhæfingu að halda eftir aðgerð og fara flestir á Reykjalund. Síðan taka margir þeirra þátt í starfsemi Hjartaheilla.

Gangan hófst stundvíslega klukkan 09:00 við aðalinngang Reykjalundar. Gengið var meðfram ströndinni að nýju brúnum yfir Elliðaárvoginn og þaðan upp í Síðumúla að höfuðstöðvum Hjartaheilla. Síðan niður á Sæbrautina og vestur að Eiðismýri og til baka eftir Ægissíðunni, um Njarðargötu og loks að aðalinngangi Landspítalans við Hringbraut en þangað kom glaður hópur hjartasjúklinga og aðstandenda þeirra kl. 16:00 eftir 7 klukkustunda göngu.  Þar tók Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir hjartalæknir á LSH og stjórnarmaður í Hjartaheillum, á móti hópnum. Um 10 félagsmenn gengu alla leiðina, 30 km., 26 luku göngunni og fleiri gengu hluta leiðarinnar.  Öllum þátttakendum eru hér með færðar hjartans þakkir fyrir stuðninginn.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *