
Miðvikudagskvöldið 11. desember s.l. hélt Hjartaheill sitt fyrsta bingó í félagsaðstöðunni á 2. hæð í Síðumúla 6.
Um 60 félagsmenn og velunnarar mættu og skemmtu sér vel. Spilaðar voru 7 umferðir og voru veglegir vinningar í boðið. Hjartaheill bauð uppá kaffi og jólaöl fyrir, í hléi og á eftir bingóinu.
Greinilegt er að BINGO nýtur mikilla vinsælda og hefur skemmtinefnd Hjartaheilla ákveðið að efna aftur til BINGO kvölds þegar nær dregur páskum.