GoRed dagurinn 2014

Fulltrúar frá GoRed á Íslandi, Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, hjartalæknir, og formaður GoRed, Ingibjörg Pálmadóttir, verndari GoRed, og Guðrún Bergmann Franzdóttir, fulltrúi Hjartaheilla, og ríkisstjórnin. - MYND/AÐSEND
Fulltrúar frá GoRed á Íslandi, Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, hjartalæknir, og formaður GoRed, Ingibjörg Pálmadóttir, verndari GoRed, og Guðrún Bergmann Franzdóttir, fulltrúi Hjartaheilla, og ríkisstjórnin. - MYND/AÐSENDFulltrúar frá GoRed samtökunum heimsóttu ríkisstjórnina í upphafi ríkisstjórnarfundar í morgun til að fræða ráðherra og afhenda þeim merki samtakanna sem er rauður kjóll.

Samtökin eru alþjóðleg og vinna með Hjartaheill, Hjartavernd, Heilaheill og fagdeild hjúkrunarfræðinga.

Formaður samtakanna á Íslandi er Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, hjartalæknir, og verndari er Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi alþingismaður og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra.

Í tilefni af væntanlegum konudegi, verður á laugardag vakin sérstök athygli á staðreyndum sem ekki eru öllum ljósar en vert er að gefa alvarlegan gaum. 

Laugardaginn 22. febrúar verður samkoma í Kringlunni í Reykjavík þar sem allri þjóðinni er boðið til athafnarinnar sem hefst klukkan 14 og stendur til kl. 15:30.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *