Var fljótur að ná upp þreki

Ég hef stundum líkt þessari þjálfun við slönguspil, segir Þórir Örn.
Ég hef stundum líkt þessari þjálfun við slönguspil, segir Þórir Örn.Æfingar og frábær stuðningur strax í kjölfar aðgerðar hjálpuðu mikið svo ég var fljótur að ná aftur upp þreki eftir áfall og aðgerðir, segir Þórir Örn Garðarsson rafvirki í Reykjavík. Hann er með ættgengan hjartasjúdóm og fékk áfall í byrjun árs 2008. Fór strax í kjölfar þess í kransæðaþræðingu á Landspítalanum þar sem sett voru í hann stoðnet. Um haustið var svo gerð hjáveituaðgerð.

Í tímans rás hefur Þórir Örn hreyft sig mikið. Hefur verið í allskonar sporti og gengið á fjöll. Það má segja að ég hafi verið með ágæta forgjöf þegar kom að endurhæfingu eftir áfall, segir Þórir Örn sem mætir þrisvar í viku í HL-stöðina í Hátúni. Æfir þar undir leiðsögn færasta fólks sem jafnframt fylgist með almennri heilsu hans. Það setur upp æfingar hans, sem stundum þarf þó að breyta, til dæmis ef hjartað fer eitthvað að flökta, ef breyta þarf lyfjum og svo framvegis.

Ég hef stundum líkt þessari þjálfun við slönguspil. Við komumst eitthvað áfram, en lendum stundum í gini slöngunnar og færumst þá aftur um reiti. En þá er ekkert annað en byrja upp á nýtt, segir Þórir sem kveðst hafa fyrir löngu sett þessa þjálfun inn í stundartöflu sína og gert að venjubundnum þætti í daglegu lífi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *