Gengið gegn fordómum 1. maí

Gengið gegn fordómum 1. maí

Gengið gegn fordómum 1. maíFélög innan vébanda Öryrkjabandalags Íslands standa fyrir glaðlegri göngu niður Laugaveginn á 1. maí undir yfirskriftinni Burtu með fordóma, betra samfélag fyrir alla. Dagskráin er svohljóðandi:

Hvenær: Fimmtudaginn 1. maí kl. 13 ætlum við að hittast en gangan hefst kl. 13:30
Hvar: Á planinu við Arionbanka við Hlemm. 
Hverjir: Allir sem vilja fordómalaust og betra samfélag. 
Hvert: Niður Laugaveginn, út Bankastrætið, Austurstrætið og að Ingólfstorgi þar sem formleg dagskrá hefst kl. 14:10.

Þeir sem vilja stytta sér leið geta hist við klukkuna á Lækjartorgi og slegist í hópinn þegar hann nálgast.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *