75 hlauparar tóku þátt í hlaupinu.
Í 5 km hlaupi kvenna sigraði Hrönn Guðmundsóttir á tímanum 19:35 mínútur og í karlaflokki sigraði Flóki Halldórsson á tímanum 17:16 mínútur.
Í 10 km hlaupi kvenna sigraði Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir á á tímanum 45,36 og í hlaupi karla sigraði Róbert Gunnarsson á tímanum 38:42.
Þeir sem vilja styrkja líffæraþegana geta lagt frjáls framlög inn á reikning Annars lífs 0111 – 26 – 65031. Kennitala 650314 – 0340.
Aðstandendur hlaupsins þakka styrktaraðilum, hlaupurum sem og öllum sjálfboðaliðum hjartanlega fyrir stuðninginn og vonast til að sjá sem flesta að ári.
Sérstakar þakkir fær www.heilsutorg.com fyrir allan undirbúning hlaupsins.