Styrktarhlaup til styrktar líffæraþegum.

Styrktarhlaup til styrktar líffæraþegum
Styrktarhlaup til styrktar líffæraþegumÞriðjudaginn 20. maí s.l. var í annað skiptið haldið styrktarhlaup til styrktar líffæraþegum sem stefna að þátttöku á heimsleikum líffæraþega í Plata del Mar í Argentínu 2015. Hlaupið fór fram frá Víkingsheimilinu, Traðarlandi 1. Á síðasta ári var hlaupið kosið besta götuhlaup þess árs á hlaup.is
 
75 hlauparar tóku þátt í hlaupinu.  

Í 5 km hlaupi kvenna sigraði Hrönn Guðmundsóttir á tímanum 19:35 mínútur og í karlaflokki sigraði Flóki Halldórsson á tímanum 17:16 mínútur.
 
Í 10 km hlaupi kvenna sigraði Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir á á tímanum 45,36 og í hlaupi karla sigraði Róbert Gunnarsson á tímanum 38:42.
 
Þeir sem vilja styrkja líffæraþegana geta lagt frjáls framlög inn á reikning Annars lífs 0111 – 26 – 65031. Kennitala 650314 – 0340.
 
Aðstandendur hlaupsins þakka styrktaraðilum, hlaupurum sem og öllum sjálfboðaliðum hjartanlega fyrir stuðninginn og vonast til að sjá sem flesta að ári.

Sérstakar þakkir fær www.heilsutorg.com fyrir allan undirbúning hlaupsins.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *