

Þátttakendur skrá sig sem einstaklingar og er raðað í lið með öðrum þannig að öll lið verði sem jöfnust. Mæting er kl. 08.30 og hefst keppni ekki seinna en kl. 09:00. Mótið fer fram eins og vanalega á Bakkakotsvelli í Mosfellsdal og verður því að takmarka þátttökufjöldann við 40 manns.
Mótsgjald er eins og síðast „frjálst framlag“. Innifalið eru veitingar í lok móts og teiggjöf. Þátttaka skráist á netfangið kjartan@hjartaheill.is/old eða í síma 560 4818. Gefa þarf upp nafn og forgjöf ásamt netfangi eða símanúmeri . Skráning hefst 1. ágúst 2014 kl. 10.00 og líkur kl. 12:00 föstudaginn 8. ágúst 2014 og gildir þar sú regla að fyrstur kemur – fyrstur fær.
Mótsstjórn
E.s. Í Texas scramble eru fjórir leikmenn sem spila saman og slá allir sitt upphafshögg af teig, síðan er valinn besti boltinn og slá allir þaðan og svo koll af kolli þar til boltinn fer í holu.
Ekki er heimilt að tilkynna inn lið, aðeins einstaklinga, en mótsstjóri leggur sig fram um að búa til sem jöfnust lið.