Metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni og áheitasöfnun

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka - Hvatningarstöð Hjartaheilla
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka - Hvatningarstöð HjartaheillaYfir 15 þúsund hlaupara tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem hlaupið var s.l. laugardag. Hlaupið var maraþon, hálfmaraþon og boðhlaupi kl. Mikil stemning var meðal hlaupara og áhorfenda á meðan hlaupið fór fram.
 
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er fjölmennasti einstaki íþróttaviðburðurinn á hverju ári og sífellt bætist í hóp hlaupara ár frá ári. 1.055 skráðu sig í maraþonhlaupið, 2.491 skráðu sig í hálft maraþon, 7.035 hlupu 10 km og 30 lið skráðu sig til keppni í boðhlaupi. 1.879 hlupu Latabæjarhlaupið.

Hjartaheill þakkar öllum hlaupurum sem hlupu fyrir samtökin hjartanlega fyrir stuðninginn. 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *