

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er fjölmennasti einstaki íþróttaviðburðurinn á hverju ári og sífellt bætist í hóp hlaupara ár frá ári. 1.055 skráðu sig í maraþonhlaupið, 2.491 skráðu sig í hálft maraþon, 7.035 hlupu 10 km og 30 lið skráðu sig til keppni í boðhlaupi. 1.879 hlupu Latabæjarhlaupið.
Hjartaheill þakkar öllum hlaupurum sem hlupu fyrir samtökin hjartanlega fyrir stuðninginn.