
Hjartaheill voru stofnuð þann 8. október 1983. Starfsemin er margþætt en eitt af megin verkefnum samtakanna er útgáfu forvarnar og fræðslustarfsemi.
Þessi bæklingur, ,,Hjartasjúkdómar, forvarnir – lækning – endurhæfing“, hefur verið gefinn út í meira en 20 ár. Í honum er í stuttu máli fjallað um áhættuþætti æðakölkunar, helstu hjartasjúkdóma, einkenni, algengar rannsóknir og meðferð þeirra. Þá er lögð áhersla á mikilvægi hjartaendurhæfingar auk annars fróðleiks.
Efnið hefur nú enn á ný verið yfirfarið með tilliti til nýjunga á sviði meðferðar og breyttra aðstæðna og er þetta 8. útgáfa ritsins, nú verulega aukin og endurbætt.
Það er von okkar að þessi fræðslubæklingur verði hjartasjúklingum og aðstandendum þeirra aðgengileg og gagnleg lesning.