Norrænn líffæragjafadagur og þakkarmessa í Dómkirkjunni

Annað líf
Annað lífLaugardaginn 25. október s.l. var haldinn líffæragjafadagur í Smáralind og í Kringlunni. Af sama tilefni var flutt þakkarmessa í Dómkirkjunni sunnudaginn 26. október kl. 11.00.
 
Í Kringlunni og Smáralind stóðu sjálfboðaliðar vaktina og ræddu líffæragjafir við gesti og gangandi og gáfu upplýsingar um allt sem lítur að líffæragjöfum. Kynntum þar nýjan vef Landlæknisembættisins og þeim sem vildu skrá sig var leiðbeint um það.  

Einnig var áhugasömum gefinn fjölnota innkaupapoki með merki félagsins og slagorðinu: „Tökum afstöðu – segjum JÁ við líffæragjöf“
 
Almenn ánægja var með uppákomuna og var að heyra að fólki fyndist löngu tímabært að taka upp þessa síðu á vefnum.  
 
Sunnudaginn 26. október var svo messa í  Dómkirkjunni og flutti sr. Karl Sigurbjörnsson þakkarmessu til líffæragjafa og blessaði aðstandendur þeirra og líffæraþega. Við það tækifæri fluttu bæn Þórunn Guðrún Einarsdóttir f.h. líffæragjafa og Kjartan Birgisson hjartaþegi  f.h. líffæraþega.

Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 861 6465 
f.h. Annars lífs, Kjartan Birgisson
 
Norrænn líffæragjafadagur og þakkarmessa í Dómkirkjunni
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Norrænn líffæragjafadagur og þakkarmessa í Dómkirkjunni
 
 
 
 
 
 
 
 
 
  
 
     Norrænn líffæragjafadagur og þakkarmessa í Dómkirkjunni

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *