Félagsfundur:
Sunnudaginn 23. nóvember n.k. kl. 15:00 efnum við til fræðslufundar í Síðumúla 6, 108 Reykjavík.
• Fundarsetning Guðmundur Bjarnason formaður Hjartaheilla.
• Anna Stefánsdóttir formaður samtakanna Spítalinn okkar og Jóhannes M. Gunnarsson, læknir kynna Spítalann okkar – landsamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala og segja frá fyrirhuguðum nýbyggingum Landspítala.
• Vilmundur Guðnason forstöðulæknir Hjartaverndar – Nýr áhættureiknir æðasjúkdóma finnur fleiri.
Léttar kaffiveitingar í fundarlok.
Jólabingó opið hús !
Þriðjudaginn 9. desember kl. 20:00 ætlum við að vera með jólabingó í Síðumúla 6, 2 hæð. Fullt af flottum vinningum. Á alla okkar viðburði eru allir félagsmenn og fjölskyldur þeirra hjartanlegar velkomnir, sjáumst hress.
Jólakaffi Hjartaheilla og Hjartadrottninganna !
Hið árlega jólakaffi hjartadrottninganna verður mánudaginn 15. desember og byrjar kl. 20:00 í Síðumúla 6, 2. hæð. Lesið verður upp úr bók og boðið verður upp á kaffi og meðlæti.
Sjáumst öll í jólaskapi !
Minnum á að jólakortasala Hjartaheilla stendur yfir næstu vikurnar.