

Jólakortin eru með ólíkum myndum frá ári til árs og eru 10 kort í pakka sem kostar 1500,- kr. Hönnuður kortanna er Elsa Nielsen.
Jólakortin fást á skrifstofu Hjartaheilla að Síðumúla 6, Reykjavík. Einnig er hægt að hringja í síma 552 5744 og panta kort eða senda tölvupóst á hjartaheill@hjartaheill.is/old
Jólakortasala Hjartaheilla hefur verið lykil fjáröflunarleið samtakanna til þessa. Landsmenn hafa ávallt tekið þessari fjáröflun vel og vonum við að svo verði einnig fyrir þessi jól.