Góður árangur af hjáveituaðgerðum

Góður árangur af hjáveituaðgerðum
Góður árangur af hjáveituaðgerðumMjög góður árangur er af kransæðahjáveituaðgerðum hér á landi. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar. Um 90% þeirra sem gangast undir slíka aðgerð eru á lífi fimm árum síðar.

Nýjustu rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum á Íslandi eru til umfjöllunar á ráðstefnu Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Á meðal fjölmargra erinda á ráðstefnunni má nefna erindi um langtímaárangur kransæðahjáveituaðgerða á Íslandi. Slíkar aðgerðir eru algengasta opna hjartaaðgerðin hér á landi. Hópur lækna og læknanema vildi kanna afdrif fólks sem fer í slíkar aðgerðir.

Hera Jóhannesdóttir, kandídat á Landspítalanum og einn höfunda rannsóknarinnar, segir að slík rannsókn hafi aldrei áður verið gerð hér á landi: „Helstu niðurstöður eru í rauninni þær að langtímaárangurinn virðist vera góður og sambærilegur við önnur lönd. Og við sjáum að fimm árum eftir svona stóra aðgerð, kransæðahjáveituaðgerð, að þá eru 89% sjúklinga á lífi. Sem er mjög góður árangur“.

Hvaða þýðingu hafa þessar niðurstöður?
„Þessar niðurstöður eru í raun mjög mikilvægar í gæðaeftirliti, að vita að hverju við göngum á Íslandi. En þessar niðurstöður hafa einnig mikla þýðingu í vísindalegu samhengi. Það sem er merkilegt við Ísland er að hér getum við nálgast upplýsingar frá heillri þjóð. Það er erfitt að gera það í öðrum löndum. Og þetta er því mjög mikilvæg rannsókn inn í vísindasamfélagið“, segir Hera. RUV.is 6. janúar 2015

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *