Fel­ur í sér al­gjöra upp­stokk­un

Formenn samninganefndanna innsigla samninginn með handabandi. Í bakgrunni stendur Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélagsins. mbl.is/Árni Sæberg.
Formenn samninganefndanna innsigla samninginn með handabandi. Í bakgrunni stendur Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélagsins. mbl.is/Árni Sæberg.Fyrsta vaffl­an kom rjúk­andi heit úr vöfflu­járni rík­is­sátta­semj­ara kl. 3.25 í nótt, aðeins um hálf­tíma eft­ir að frétt­ir bár­ust af því að samn­ing­ar hefðu náðst í kjara­deilu lækna. Þar með lauk samn­ingaviðræðum sem staðið hafa yfir frá því í ág­úst sl. og þrett­án tíma maraþon­fundi sem hófst kl. 13 í gær.

Viðsemj­end­ur vildu ekki tjá sig um efn­is­atriði samn­ings­ins, þau yrðu ekki birt fyrr en búið væri að kynna kjara­samn­ing­inn fyr­ir lækn­um. Þó fékkst staðfest að hann fel­ur í sér al­gjöra upp­stokk­un á fyrri samn­ingi, m.a. hvað varðar launa- og vinnu­fyr­ir­komu­lag.

Und­ir­rit­un samn­ings­ins hófst kl. 3.45 en þegar henni var lokið af­henti Þor­björn Jóns­son, formaður Lækna­fé­lags­ins, Gunn­ari Björns­syni, for­manni samn­inga­nefnd­ar rík­is­ins, bréf þar sem verk­fallsaðgerðum lækna var form­lega af­lýst.

And­rúms­loftið í húsa­kynn­um rík­is­sátta­semj­ara var af­slappað en all­ir voru sæl­ir með að botn væri feng­inn í málið.
Spurð að því hvort samn­inga­nefnd lækna væri ánægð með samn­ing­inn sagði Sig­ur­veig Pét­urs­dótt­ir, formaður nefnd­ar­inn­ar, að hún væri sátt. Hún sagðist hafa trú á því að hann yrði samþykkt­ur þegar hann yrði bor­inn und­ir lækna.

Sig­ur­veig sagðist ekki getað svarað því hvort lækn­ar hefðu þurft að slá mikið af kröf­um sín­um í viðræðunum.

Verk­fallsaðgerðir lækna hóf­ust í októ­ber­lok og hafa staðið yfir síðan með hlé­um. Áður en þær skullu á þótti óljóst hvaða áhrif þær myndu hafa, enda reynsla lækna af verk­falli eng­in.

Sig­ur­veig seg­ir lækna hafa lært ým­is­legt síðastliðnar vik­ur og mánuði. „Það þarf að skoða í sam­bandi við verk­fall að hlut­irn­ir fari ekki úr bönd­un­um; úr skorðum. Við nátt­úru­lega ber­um ábyrgð á okk­ar starfi og vilj­um ekki að verk­fall skaddi neinn. Það var margt á leið í mola vegna óánægju, m.a. með launa­kjör, og auðvitað var þrýst­ing­ur en við ber­um mikla um­hyggju fyr­ir sjúk­ling­um okk­ar og vilj­um ekki að þetta skaddi þá,“ seg­ir hún.

Hún seg­ir lækna tví­mæla­laust hafa fundið til ábyrgðar gagn­vart sjúk­ling­um sín­um á meðan verk­fall­inu stóð.

Kem­ur í ljós hvort lausn­irn­ar nýt­ist í viðræðum við skurðlækna

„Ég er þokka­lega sátt­ur,“ seg­ir Gunn­ar Björns­son, formaður samn­inga­nefnd­ar rík­is­ins, um ný­gerðan kjara­samn­ing.
„Í fyrsta lagi náðist það mark­mið að ljúka þessu þannig að þær hremm­ing­ar sem hafa dunið á sjúk­ling­um og sú rösk­un sem hef­ur orðið; henni er af­lýst, að minnsta kosti í þetta skiptið. Og svo hitt að þessi samn­ing­ur styður við ákveðin mark­mið rík­is­stjórn­ar­inn­ar í heil­brigðismál­um, sem hún hef­ur verið að vinna að, m.a. með Lækna­fé­lag­inu og Skurðlækna­fé­lag­inu, og mun birt­ast í yf­ir­lýs­ingu á næstu dög­um.“

Gunn­ar seg­ir að koma muni í ljós hvort þær lausn­ir sem kom­ist var að í þess­um viðræðum muni nýt­ast í viðræðum rík­is­ins við skurðlækna, sem enn standa yfir. Næsti fund­ur í þeirri deilu er á dag­skrá kl. 10 í dag.

Hvað nýj­an kjara­samn­ing áhrær­ir, seg­ir hann um mikl­ar breyt­ing­ar að ræða.

„Það má eig­in­lega kalla hann [samn­ing­inn] al­gjöra upp­stokk­un og það er bæði á launa­ákvörðun­ar­fyr­ir­komu­lag­inu og líka vinnu­fyr­ir­komu­lag­inu. Þess­ir tveir þætt­ir sem eru meg­inþætt­ir kjara­samn­inga eru gjör­breytt­ir frá því sem fyr­ir var,“ seg­ir Gunn­ar.

Hann seg­ir báða aðila telja sig hafa haft nokkuð fyr­ir sig. „Maður fær aldrei allt sem maður vill,“ seg­ir hann.

Rætt hef­ur verið að ef gengið yrði að ítr­ustu kröf­um lækna myndu aðrir gefa í í kom­andi kjaraviðræðum. Gunn­ar seg­ist ekki getað tjáð sig um þær vanga­velt­ur. „Ég get voða lítið komm­entað á það, því ég veit ekki hvernig kröfu­gerðir annarra fé­laga eru í dag.“

Starf­semi með eðli­legu móti frá og með morgn­in­um
Þor­björn Jóns­son, formaður Lækna­fé­lags­ins, sagðist eiga von á því að lækn­ar myndu samþykkja fyr­ir­liggj­andi samn­ing.

„Ég er sátt­ur og vona að þetta sé fyrsta skrefið í að snúa við og bæta launa­kjör lækna. Og að þetta full­nægi að ein­hverju leyti þeim meg­in ósk­um sem við höfðum með nýj­um samn­ingi, sem voru að minnka brott­flutn­ing lækna og laða nýja sér­færðinga til lands­ins,“ seg­ir hann.

Þor­björn seg­ir aðila hafa nálg­ast hvorn ann­an eft­ir því sem leið á viðræðurn­ar, þrátt fyr­ir að afar lítið hafi gengið fram­an af.

Hann staðfest­ir að þar sem verk­fallsaðgerðum hafi verið af­lýst, verði starf­semi á heil­brigðistengd­um stofn­un­um með eðli­legu móti frá og með morgn­in­um.

Magnús Pét­urs­son rík­is­sátta­semj­ari sagði við und­ir­rit­un kjara­samn­ings­ins að samn­ingaviðræðurn­ar hefðu verið eft­ir­minni­leg­ar. Þá sagði hann í sam­tali við mbl.is að þær hefðu vissu­lega tekið lang­an tíma, en það or­sakaðist meðal ann­ars af því hversu flók­inn samn­ing­ur­inn væri.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *