Fékk rauðan kjól í rauðum kjól

Sóley Tómasdóttir fær rauða kjólinn nældan í sig. Ljós­mynd/GoR­ed

Sóley Tómasdóttir fær rauða kjólinn nældan í sig. Ljós­mynd/GoR­edGoR­ed átakið hófst form­lega í dag þegar rauðklædd sendi­nefnd GoR­ed á Íslandi nældi rauða kjóln­um í meðlimi borg­ar­stjórn­ar, sem einnig klædd­ust rauðu, í Ráðhúsi Reykja­vík­ur. Mark­mið átaks­ins er að fræða kon­ur um áhættuþætti og ein­kenni hjarta- og æðasjúk­dóma.

 

Þór­dís Jóna Hrafn­kels­dótt­ir, hjarta­lækn­ir og formaður stjórn­ar GoR­ed á Íslandi, færði Sól­eyju Tóm­as­dótt­ur, for­seta borg­ar­stjórn­ar, fyrsta rauða kjól­inn en næl­urn­ar fara nú í sölu um land allt og renn­ur ágóðinn til styrkt­ar GoR­ed á Íslandi. GoR­ed átakið er al­heimsátak á veg­um Alþjóðlegu hjart­vernd­ar­sam­tak­anna en hér á landi er það sam­starfs­verk­efni Hjarta­vernd­ar, Heila­heilla og Hjarta­heilla, auk fag­deild­ar hjarta­hjúkr­un­ar­fræðinga og fleiri fagaðila.


Valda 350-400 af hverj­um 1.000 dauðsföll­um á Íslandi

S. Björn Blöndal fær rauða kjólinn.

 

Marg­ir telja að hjarta- og æðasjúk­dóm­ar séu frek­ar bundn­ir við karl­menn en staðreynd­in er sú að þeir eru al­geng­asta dánar­or­sök kvenna á Íslandi, sem og kvenna ann­ars staðar í heim­in­um. Af hverj­um 1.000 dauðsföll­um á ári á Íslandi eru á milli 350-400 vegna hjarta- og æðasjúk­dóma. Jafn­marg­ar kon­ur og karl­ar lát­ast ár­lega af völd­um hjarta- og æðasjúk­dóma en kon­ur fá sjúk­dóm­inn að jafnaði 10 árum síðar en karl­ar.  Eft­ir hjarta­áfall hjá kon­um verða þær frek­ar þung­lynd­ar en karl­menn, kom­ast síður aft­ur á vinnu­markaðinn og fá frek­ar auka­verk­an­ir af lyfj­um.

 

Al­gengt er að kon­ur séu ekki meðvitaðar um áhættuþætt­ina og ein­kenn­in sem geta oft verið ólík þeim sem tengj­ast hjarta- og æðasjúk­dóm­um hjá körl­um. Kon­ur bíða því gjarn­an leng­ur en karl­ar með að leita sér hjálp­ar vegna brjóst­verkja og tefst því grein­ing­ar­ferli og áhættumat vegna hjarta- og æðasjúk­dóma. Með því að auka vit­und um áhættuþætt­ina er ekki aðeins hægt að fækka til­vik­um hjarta- og æðasjúk­dóma hjá kon­um held­ur hafa rann­sókn­ir sýnt að auk­in vit­und kvenna hef­ur óbein áhrif á lífs­stíl karla og ung­menna.

 

MBL.is þriðjudaginn 17. febrúar 2015

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *