

Fyrir konur: Heilsufarsmælingar (blóðþrýstingur, kólesteról, blóðsykur, súrefnismettun). Kynningar og stutt fræðsluerindi.
Klukkan 13:00: Fyrsta úthlutun úr rannsóknarsjóði GoRed á Íslandi.
Hjartavernd, Hjartaheill, Heilaheill og fagdeild hjartahjúkrunarfræðinga verða á staðnum. Til mikils að vinna, því markmið átaksins er að fræða konur og karla um einkenni hjarta- og æðasjúkdóma en sú þekking getur bjargað mannslífi.