Hófu skyndi­lega að hnoða dúkk­ur

Hófu skyndi­lega að hnoða dúkk­ur

Hófu skyndi­lega að hnoða dúkk­urGest­ir Kringl­unn­ar vissu ekki hvaðan af sig stæði veðrið á fimmta tím­an­um í dag þegar um 30 manns birt­ust skyndi­lega og fóru að hnoða hjarta­hnoðsdúkk­ur í takt við lagið Stay­ing Ali­ve með hljóm­sveit­inni Bee Gees. Þátt­tak­end­ur klædd­ust bol­um sem á stóð „Hend­ur bjarga lífi“ en uppá­kom­an var skipu­lögð af End­ur­lífg­un­ar­ráði Íslands.

 

Þeir sem sáu um að hnoða dúkk­urn­ar eru slökkviliðsmenn/​sjúkra­flutn­inga­menn frá Slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins, lög­reglu­menn, hjúkr­un­ar­fræðing­ar frá Land­spít­al­an­um og lækna­nem­ar. Lögð var áhersla á að all­ir gætu beitt hjarta­hnoði og fyr­ir vikið voru þátt­tak­end­ur í borg­ara­leg­um klæðnaði ef svo má að orði kom­ast og ekki í hefðbundn­um vinnufatnaði.

 

Þegar lagið var búið eft­ir nokkr­ar mín­út­ur stóðu þátt­tak­end­urn­ir upp og hurfu á braut. MBL föstudaginn 16. október 2015. Skoða myndbandið.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *