Að byggja betra samfélag fyrir alla.

Ellen-passamynd

Ellen-passamyndFélagsmenn allra félaga í SÍBS. Við höfum nú gengið í Öryrkjabandalag Íslands og til að kynna verkefni ÖBÍ kemur Ellen Calmon formaður til okkar mánudaginn 23. nóvember 2015.

Hún mun kynna og sýna stutta mynd um það sem Öryrkjabandalagið vinnur að. Kynna mannréttindabaráttu fatlaðs fólks, langveikra, örorkulífeyrisþega og aðstandenda þeirra.

Sem sagt málefni sem vinna að því að byggja betra samfélag fyrir alla.

Við hvetjum félaga til að mæta og hlusta á Ellen sem ennfremur mun svara öllum fyrirspurnum sem berast.

Fundurinn er haldinn í húsi SÍBS að Síðumúla 6. kl. 17.00 mánudag 23. nóvember 2015 í sal á 2. hæð – lyfta.

Kaffiveitingar í boði.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *