FRÉTTATILKYNNING – GoRed 2016

GoRed merkið

GoRed merkiðHjarta- og æðasjúkdómar eru ein algengasta dánarorsök kvenna á Íslandi líkt og annarsstaðar í heiminum. Með forvörnum má draga verulega úr líkunum á þessum sjúkdómum. Samkvæmt rannsóknum Hjartaverndar eykst tíðni áhættuþátta hjá konum eftir 50 ára aldur, og má þar nefna hækkaðan blóðþrýsting, hátt kólesteról, sykursýki og ofþyngd. Jákvætt er að verulega hefur dregið úr reykingum á Íslandi en reykingar eru mjög stór áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma, ekki síst hjá konum. Með hollu mataræði og reglubundinni hreyfingu má draga úr flestum áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Meira

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *