SÍBS opn­ar versl­un

sibsverslun

sibsverslun

SÍBS hef­ur sett á stofn versl­un með stoðvör­ur og aðrar heilsu­tengd­ar vör­ur í hús­næði sínu að Síðumúla 6 ásamt net­versl­un. Versl­un­in er rek­in án hagnaðarsjón­ar­miða (e. non-profit) og all­ar vör­ur eru vald­ar í sam­ráði við fagaðila.

Guðmund­ur Löve, fram­kvæmda­stjóri SÍBS, seg­ir að mark­miðið með opn­un versl­un­ar­inn­ar sé ann­ars veg­ar að fólk geti treyst því að í vöru­úr­val­inu sé aðeins að finna gæðavör­ur, og hins veg­ar að geta átt þar viðskipti í full­vissu þess að eig­and­inn sé ekki að reka versl­un­ina í hagnaðarskyni og að verð muni fara lækk­andi þegar fram líða stund­ir.

„Non-profit fel­ur í sér að all­ur rekstr­araf­gang­ur er nýtt­ur í að auka vöru­fram­boð og lækka verð til stuðnings bar­átt­unni fyr­ir bættri lýðheilsu,“ er haft eft­ir Guðmundi í til­kynn­ingu. „Þetta rekstr­ar­form er nokk­ur ný­lunda hér á landi en er vel þekkt í lönd­un­um í kring­um okk­ur. Það er nefni­lega ekki sjálfsagt að eina er­indi fyr­ir­tækja á markað sé að hagn­ast, og í til­felli SÍBS vilj­um gefa af okk­ur til þjóðar­inn­ar um leið og rekst­ur­inn nær jafn­vægi.“

Versl­un SÍBS bæt­ist í sí­fellt þéttriðnara net SÍBS í fræðslu- og for­varn­a­starf­semi sem nú inni­fel­ur út­gáfu og upp­lýs­inga­miðlun, sam­starf við stjórn­völd, ókeyp­is mæl­ing­ar á blóðgild­um í sam­vinnu við Hjarta­heill, Reykjalund­ar­nám­skeið SÍBS fyr­ir al­menn­ing um heil­brigði og lífs­stíl og Happ­drætti SÍBS, að ógleymd­um Múla­lundi vinnu­stofu SÍBS og Reykjalundi end­ur­hæf­ing­armiðstöð SÍBS.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *