Stefnt að rýmri opn­un­ar­tíma Hjarta­gátt­ar Land­spít­al­ans

hjartagatt

hjartagatt

Opnuð verður 18 rúma út­skrift­ar­deild á Land­spít­ala, end­ur­hæf­ing­ar­rým­um verður fjölgað, heima­hjúkr­un á höfuðborg­ar­svæðinu efld og stefnt er að helgaropn­un að nýju á Hjarta­gátt­inni. Þess­ar aðgerðir og fleiri eru liður í aðgerðum til að mæta út­skrift­ar­vanda Land­spít­al­ans. Þetta kem­ur fram á vef Vel­ferðarráðuneyt­is­ins. 

Á Land­spít­ala ligg­ur á hverj­um tíma hóp­ur sjúk­linga sem lokið hef­ur meðferð á legu­deild. Hluti hóps­ins bíður eft­ir hjúkr­un­ar­rými en aðrir þarfn­ast end­ur­hæf­ing­ar eða ann­ars kon­ar þjón­ustu eða stuðnings til að geta verið á eig­in heim­ili.

„Þau úrræði sem hér eru kynnt eru afrakst­ur vandaðrar vinnu sér­fræðinga sem hafa greint hvar skór­inn krepp­ir helst og hvaða leiðir séu lík­leg­ast­ar til að skila mest­um ávinn­ingi fyr­ir Land­spít­al­ann og þjóna sjúk­ling­um best, ekki síst öldruðum“ er haft eft­ir Kristjáni Þór Júlí­us­syni heil­brigðisráðherra.

Í fjár­lög­um þessa árs var ákveðið að veita ein­um millj­arði króna til verk­efna til að bregðast við út­skrift­ar­vanda Land­spít­al­ans og tryggja þeim sem lokið hafa sjúkra­húsmeðferð úrræði og þjón­ustu við hæfi. Sitt­hvað hef­ur verið gert það sem af er ári til að bregðast við aðstæðum á Land­spít­ala en sam­hliða hef­ur verið unnið að því að skipu­leggja viðameiri aðgerðir í þessu skyni, líkt og þær sem hér eru tald­ar:

Fyr­ir þá sem fær­ir eru um að út­skrif­ast inn­an 30 daga

Í dag var opnuð á Landa­koti sér­stök út­skrift­ar­deild Land­spít­ala með 18 rúm­um sem ætluð er þeim sem að mati sér­fræðiteym­is eru fær­ir um að út­skrif­ast heim til sín inn­an 30 daga ef vel er á mál­um haldið. Um er að ræða til­rauna­verk­efni til eins árs. Strax og sjúk­ling­ur leggst inn á deild­ina hefst und­ir­bún­ing­ur að út­skrift hans í sam­vinnu við heima­hjúkr­un, heimaþjón­ustu og aðstand­end­ur.

Biðtími aldraðra á bráðamót­töku hef­ur lengst hlut­falls­lega meira en annarra sjúk­linga. Ástæðan er rak­in til þess að aldraðir eru iðulega með samþætt, lang­vinn og flók­in heilsu­far­svanda­mál  sem ekki telj­ast til for­gangs­verk­efna á bráðamót­töku. Til að bregðast við þessu verður stofnuð grein­ing­ar­deild að er­lendri fyr­ir­mynd með getu til að hraða grein­ingu og finna viðeig­andi meðferð þar sem byggt er á þverfag­legri nálg­un. Bætt flæði og betri þjón­usta er mark­mið þessa úrræðis.

End­ur­hæf­ing­ar­rým­um á Eir fjölgað úr 12 í 24

Á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Eir hafa um ára­bil verið starf­rækt 12 end­ur­hæf­ing­ar­rými fyr­ir fólk sem út­skrif­ast af Land­spít­ala en þarfn­ast end­ur­hæf­ing­ar. Gerðar hafa verið ráðstaf­an­ir sem gera kleift að bæta við 12 end­ur­hæf­ing­ar­rým­um til viðbót­ar og verða þau einnig nýtt fyr­ir end­ur­hæf­ingu sjúk­linga af Land­spít­ala.

Sett verður á fót sér­hæft teymi til að efla stuðning við bú­setu fólks í heima­hús­um. Sam­vinna heima­hjúkr­un­ar, heilsu­gæsl­unn­ar og Land­spít­al­ans verður jafn­framt auk­in í þessu skyni.

Stefnt að rýmri opn­un­ar­tíma Hjarta­gátt­ar Land­spít­al­ans

Und­an­far­in ár hef­ur Hjarta­gátt Land­spít­al­ans aðeins verið opin virka daga, þótt ít­rekað hafi þurft að opna hana um helg­ar vegna mik­ils álags. Opn­un­ar­tími henn­ar verður nú lengd­ur á föstu­dög­um og stefnt er að því að helgaropn­un all­an sól­ar­hring­inn í sept­em­ber. Horft er til þess að með sam­felldri þjón­ustu Hjarta­gátt­ar­inn­ar alla daga vik­unn­ar megi stytta legu­tíma hjarta­sjúk­linga, bæta flæði sjúk­linga frá bráðamót­töku og síðast en ekki síst auka ör­yggi sjúk­linga með bráð hjarta­vanda­mál.

Þverfag­legt öldrun­art­eymi sem starfar á Land­spít­ala verður eflt og geta þess til að meta sjúk­linga, beina þeim í viðeig­andi úrræði og sinna eft­ir­fylgni þannig auk­in.

Unnið er að ýms­um öðrum leiðum til að auðvelda út­skrift sjúk­linga sem lokið hafa meðferð á Land­spít­ala. Þar má nefna fjölg­un hjúkr­un­ar­rýma á nokkr­um stöðum á land­inu þar sem hús­rými er fyr­ir hendi, fjölg­un dagdval­ar­rýma, m.a. fyr­ir heila­bilaða og aukið sam­starf Land­spít­ala við heil­brigðis­stofn­an­ir víðsveg­ar um landið.

Upp­fært kl 15:56: Í upp­haf­legu frétt­inni kom fram að Hjarta­gátt­inn yrði opnuð um helg­ar en hið rétta er að stefnt er að helgaropn­un frá og með sept­em­ber. Opn­un­ar­tím­inn var aðeins lengd­ur til miðnætt­is á föstu­dög­um núna.

Tekið af vef  mbl | 3.3.2016 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *