Hjartað get­ur brostið af ham­ingju!

hamin

hamin

Gleðileg­ir viðburðir eins og barns­fæðing eða stór­sig­ur hjá upp­halds íþróttaliðinu geta valdið hættu­legu ástandi sem lækn­ar og vís­inda­menn hafa nú nefnt „brostið hjarta heil­kennið“.  

Um er að ræða ástand sem fell­ur und­ir Takotsu­bo heil­kennið (TTS), sem fel­ur í sér að hjarta­vöðvinn miss­ir skyndi­lega mátt sem veld­ur því að vinstra hjarta­hvolfið, sem dæl­ir súr­efn­is­ríku blóði um lík­amann, blæs óeðli­lega mikið út að neðan.  

Þetta get­ur valdið sár­um brjóst­verk og andnauð, auk þess að geta leitt til hjarta­áfalls og jafn­vel dauða.

Lengi hef­ur verið vitað að óvænt til­finn­inga­áfall, sér­stak­lega þegar um nei­kvæða upp­lif­un er að ræða eins og t.d. and­lát maka eða heift­ar­legt rifr­ildi, get­ur valdið hjarta­áfalli.

Eng­ar tölu­fræði upp­lýs­ing­ar hafa hins veg­ar verið til um þetta og ekki hafði áður verið rann­sakað hvort mik­il gleði gæti haft sömu áhrif.

Kveik­ur­inn brúðkaup og óvænt kveðju­veisla

Það voru vís­inda­menn við Há­skóla­sjúkra­húsið í Zurich í Sviss, þær Christian Templ­in og Jelena Ghadri, sem 2011 tóku að skrá­setja mögu­leg til­felli TTS og á fimm ára tíma­bili söfnuðu 25 sjúkra­hús í níu lönd­um upp­lýs­ing­um um 1.750 mögu­leg til­felli Takotsu­bo heil­kenn­is­ins.

Templ­in og Ghadri fengu 16 vís­inda­menn í lið með sér og komust þau að þeirri niður­stöðu að 485 þess­ara til­fella mæti rekja til til­finn­inga­upp­náms og að hjá 4% af þess­um hópi, eða 20 ein­stak­ling­um, hafi kveik­ur­inn verið já­kvæð upp­lif­un.

„Við höf­um náð að sýna fram á að það eru fleiri þætt­ir en áður var talið sem geta valdið TTS,“ sagði Ghadri við AFP frétta­stof­una. „Já­kvæðar til­finn­ing­ar geta líka haft þessi áhrif.“

Alls fundu þær 20 til­felli þar sem gleðileg­ir at­b­urðir voru und­an­fari TTS, m.a. af­mæl­is­veisla, brúðkaup, óvænt kveðju­veisla, sig­ur upp­á­halds rúg­bí liðsins og fæðing barna­barns

Svo virðist sem kon­ur á sjö­tugs­aldri séu lík­leg­ast­ar til að fá TTS í kjöl­far til­finn­inga­upp­náms, bæði af völd­um gleðilegra viðburða og nei­kvæðra. „Við vit­um enn ekki hvað veld­ur því að kon­ur eru lík­legri til að fá Takotsu­bo heil­kennið,“ sagði Ghadri. „En við get­um okk­ur þess til að estrógen geti haft eitt­hvað með sjúk­dóm­inn að gera.“

Er­lent | AFP | 8.3.2016 | 13:06   mbl.is

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *