

Álagið á bráðamóttöku Landspítalans hefur vaxið jafnt og þétt frá því um áramót og náði hámarki í vikunni. Tugir sjúklinga liggja á göngum bráðamóttökunnar og stjórnendur spítalans hafa brugðið á það ráð að koma sjúkrarúmum fyrir í bílskúr við bráðamótttökuna.
„Maður gæti haldið að þetta væri brandari“
Hilmar Kjartansson, yfirlæknir bráðalækninga, segir aðstöðuna fyrir sjúklinga í stöðugu ástandi sem bíða innlagnar á spítalann. „Við erum búin að setja upp sex stæði fyrir sjúklinga og þetta yrði þá mannað sérstaklega með hjúkrunarfræðingi og lækni og allur útbúnaður, við erum búin að prófa hann og þetta gengur allt saman upp. Þetta er sett upp þannig samt að það er áfram svæði fyrir utan tjöldin hérna þar sem neyðarumferð sjúkrabíla getur farið fram þannig að við getum á móti í gegnum þessa innkeyrslu bæði þyrlusjúklingum, sjúklingum eftir hjartastopp eða alvarleg slys. Maður gæti haldið að þetta væri brandari en þetta er eins langt frá því að vera það og hægt er, við erum bara að reyna að aðlaga okkur að hlálegu ástandi,“ segir Hilmar.
Myndband fylgir frétt, sjá link http://www.ruv.is/frett/bilageymslu-lsh-breytt-i-bradadeild