Mik­il aukn­ing í líf­færa­gjöf !

líffæragj

 líffæragj

Alls voru í fyrra gef­in líf­færi í 371 skipti í Evr­ópu í tengsl­um við dauðsföll og er það met­fjöldi sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Sa­hlgrenska-sjúkra­húss­ins í Svíþjóð, en þangað fara flest­ir sjúk­ling­ar sem þurfa á líf­færaígræðslu að halda og eru sjúkra­tryggðir á Íslandi.

Seg­ir frá þessu á vef Sjúkra­trygg­inga Íslands.

Líf­færa­gjöf­um hef­ur fjölgað um­tals­vert og er mesta aukn­ing­in hér á landi.

„Á ár­inu 2015 voru líf­færa­gjaf­arn­ir 12 á Íslandi. Þetta þýðir 36,4 líf­færa­gjafa á millj­ón íbúa sem set­ur Ísland á topp­inn yfir líf­færa­gjafa í Evr­ópu. Án efa er þetta að þakka mik­illi vit­und­ar­vakn­ingu sem orðið hef­ur meðal al­menn­ings og starfs­manna heil­brigðisþjón­ust­unn­ar. Í hvert skipti sem líf­færi eru gef­in er mögu­lega hægt að bjarga nokkr­um manns­líf­um,“ seg­ir á vef Sjúkra­trygg­inga.

„Á ár­inu 2015 fengu 13 sjúkra­tryggðir ein­stak­ling­ar ígrætt líf­færi en þeir sem höfðu verið lengst á biðlista voru bún­ir að bíða frá ár­inu 2010. Útgjöld Sjúkra­trygg­inga Íslands vegna líf­færaígræðslna á ár­inu 2015 voru ríf­lega 223 millj. kr. en ef ferða- og uppi­haldskostnaður er tek­inn með námu út­gjöld­in um 272 millj. kr.“

Nán­ar má fræðast um þetta á vef Sjúkra­trygg­inga Íslands.

mbl | 10.3.2016 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *