Nýr og agn­arsmár gangráður til Íslands

lsh

 

lsh

Land­spít­ali hef­ur tekið í notk­un nýja teg­und af hjarta­gangráð sem er agn­arsmár og sett­ur inn með þræðing­ar­tækni gegn­um nára en ekki skurðaðgerð eins og vana­legt er.

Gangráður­inn er frá fyr­ir­tæk­inu Med­tronic og er Land­spít­al­inn eitt af völd­um sjúkra­hús­um í heim­in­um til að taka hann í notk­un. „Gangráðsaðgerðir eru mjög al­geng­ar og við setj­um inn um 300 gangráða ár­lega hér á Land­spít­ala,“ seg­ir Davíð O. Arn­ar, yf­ir­lækn­ir hjarta­lækn­inga á spít­al­an­um, í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Gangráðar sam­an­standa af tæki með tölvu og raf­hlöðu sem komið er fyr­ir und­ir húð á brjóst­kassa og teng­ist tækið hjart­anu með leiðslum sem eru lagðar gegn­um bláæðar. Þeir gagn­ast fyrst og fremst þeim sem eru með leiðslutrufl­an­ir í hjarta sem stuðla að hæg­um púls.

Nú er að koma á markað mjög lít­ill gangráður sem komið er fyr­ir beint í hjart­anu. „Þessi nýja tækni er nokkuð bylt­ing­ar­kennd og í raun ótrú­legt hvað tek­ist hef­ur að smækka gangráðana og viðhalda sömu eig­in­leik­um,“ seg­ir hann en raf­hlaða nýja gangráðsins dugi í tólf til fimmtán ár, sem er ívið meira en hjá hefðbundn­um gangráð.

Morg­un­blaðið | 17.3.2016

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *