1,7 millj­arðar í stytt­ingu biðlista

samningur

samningur

 

Kristján Þór Júlí­us­son heil­brigðisráðherra und­ir­ritaði í dag samn­inga við fjór­ar heil­brigðis­stofn­an­ir um þátt­töku þeirra í skipu­lögðu átaki til að stytta bið sjúk­linga eft­ir til­tekn­um brýn­um aðgerðum. Áformað er að verja 1.663 millj­ón­um króna til þessa verk­efn­is á ár­un­um 2016-2018, þar af um helm­ing fjár­ins á þessu ári.

Árið 2016 verður ráðist í að stytta til muna bið fólks eft­ir liðskiptaaðgerðum, hjartaþræðing­um og auga­steinsaðgerðum: „Við stíg­um hér enn eitt stórt skref sem miðar að því að bæta þjón­ustu við sjúk­linga, auka lífs­gæði fólks og styrkja heil­brigðis­kerfið,“ seg­ir Kristján Þór í til­kynn­ingu frá vel­ferðarráðuneyt­inu. „Nú tök­umst við á við biðlist­ana með það að mark­miði að há­marks­bið eft­ir aðgerð verði ekki lengri en 90 dag­ar.“

Horft til biðtíma og áhættu

Vegna verk­falls heil­brigðis­starfs­fólks í fyrra­vet­ur lengd­ist bið sjúk­linga veru­lega eft­ir því að kom­ast í aðgerðir. Ráða á bót á biðlist­un­um með þessu sam­komu­lagi. „Á grund­velli upp­lýs­inga frá Embætti land­lækn­is um fjölg­un á biðlist­um lagði heil­brigðisráðherra fyr­ir rík­is­stjórn áætl­un um aðgerðir til úr­bóta. Byggt var á til­lög­um land­lækn­is þar sem horft var til biðtíma og áhættu sem leiðir af bið eft­ir aðgerð. Niðurstaðan varð sú að ráðast í aðgerðir til að stytta bið eft­ir auga­steinsaðgerðum, gerviliðaaðgerðum á hné og á mjöðm og hjartaþræðingu,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

„Rík­is­stjórn­in samþykkti til­lögu ráðherra og miðast þau áform við að verja 1,663 millj­ón­um króna á ár­un­um 2016-2018 til að stytta bið eft­ir aðgerðum. Meiri  hluti fjár­ins verður nýtt­ur á þessu ári. Mark­miðið er að í lok átaks­ins þurfi sjúk­ling­ar ekki að bíða leng­ur en þrjá mánuði eft­ir aðgerð.“

Embætti land­lækn­is mun sjá til þess að ávallt liggi fyr­ir upp­lýs­ing­ar um biðtíma og fjölda þeirra sem bíða, í stað þess að taka þess­ar upp­lýs­ing­ar sam­an á þriggja mánaða fresti.

LANSI

Samn­ing­arn­ir voru gerðir við Land­spít­al­ann (LSH), Sjúkra­húsið á Ak­ur­eyri (SAk), Heil­brigðis­stofn­un Vest­ur­lands (HVe) og fyr­ir­tækið Sjón­lag hf. Í þeim felst að sér­stak­lega hef­ur verið samið um fjár­muni til að fram­kvæma til­tekn­ar aðgerðir um­fram það sem stofn­an­irn­ar höfðu ráðgert miðað við rekstr­ar­fé af fjár­lög­um eins og hér seg­ir:

Liðskiptaaðgerðum fjölgað um 530

„Á grund­velli fjár­laga áætla LSH, SAk og HVe að fram­kvæma 1.010 liðskiptaaðgerðir (hné og mjaðmir) á þessu ári. Með átak­inu bæt­ast við 530 aðgerðir (52% aukn­ing). Nú bíða 1.336 sjúk­ling­ar eft­ir liðskiptaaðgerð.“

 Auga­steinsaðgerðum fjölgað um 2.890

„Á grund­velli fastra fjár­veit­inga til stofn­ana rík­is­ins er áætlað að fram­kvæma 1.020 auga­steinsaðgerðir á LSH og SAk, auk 800 aðgerða á ári sam­kvæmt samn­ing­um við einkaaðila. Með átak­inu sem samn­ing­arn­ir taka til bæt­ast við 2.890 aðgerðir (259% aukn­ing). Sam­kvæmt nýj­ustu upp­lýs­ing­um bíða nú 3.839 eft­ir auga­steinsaðgerð.“

Hjartaþræðing­um fjölgað um 50

„Á grund­velli fjár­laga er áætlað að fram­kvæma 1.725 hjartaþræðing­ar á Land­spít­ala en með átak­inu verður þeim fjölgað um 50 (3% aukn­ing). Land­spít­al­an­um hef­ur tek­ist að stytta veru­lega bið eft­ir hjartaþræðingu á síðustu miss­er­um. Í októ­ber 2014 biðu 274 eft­ir aðgerð,  171 í októ­ber 2015, en á biðlista í janú­ar sl. voru 92 ein­stak­ling­ar. Ljóst er að með þessu átaki mun á þessu ári tak­ast að tryggja öll­um sjúk­ling­um sem bíða eft­ir hjartaþræðingu aðgerð inn­an þriggja mánaða.“

Eft­ir­fylgni með samn­ing­un­um

Í til­kynn­ing­unni seg­ir einnig að heil­brigðis­stofn­an­irn­ar sem taki þátt í átak­inu skuld­bindi sig til að ná sem best­um ár­angri við að stytta biðtíma eft­ir öll­um aðgerðum sem þær fram­kvæma. Fram­kvæmd aðgerða sem heyra und­ir átakið skal ekki leiða til þess að bið eft­ir öðrum val­kvæðum aðgerðum leng­ist. 

„Vel­ferðarráðuneytið mun greiða reglu­bundið fyr­ir þær aðgerðir sem samn­ing­arn­ir taka til í sam­ræmi við tíma­setta áætl­un um fram­kvæmd þeirra. Ná­ist ekki að fram­kvæma áætlaðan fjölda aðgerða lækka greiðslur sem því nem­ur. Ef fyr­ir­séð er að samn­ingsaðilar nái ekki að fram­kvæma um­sam­inn fjölda aðgerða á ár­inu get­ur ráðuneytið end­urút­hlutað fjár­mun­um svo unnt sé að ná mark­miðum átaks­ins.“

mbl | 21.3.2016

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *