Framleiða blóðþrýstingslyf úr kartöfluhýði

kartöfl
kartöfl
 
Vísindamenn stefna að framleiðslu blóðþrýstilyfja úr kartöfluhýði. Unnið hefur verið að rannsóknum á eiginleikum þess við rannsóknarmiðstöð á Heiðmörk í Noregi. Gagnleg eggjahvítuefni hafa verið einangruð til framleiðslu, þar á meðal efni sem hefur áhrif á blóðþýsting.
Knut Olav Strætkvern, prófessor í lífefnafræði, sem stýrir verkefninu, segir á vef norska ríkisútvarpsins NRK að þekkt sé að heilsubætandi efni séu í kartöfluhýðinu. Þau geti komið í veg fyrir krabbamein, hjartasjúkdóma og sykursýki tvö með meiru. Nú sé lögð áhersla á að ná fram notagildi hýðisins gegn of háum blóðþrýstingi.
Fréttastofa RÚV  30.03 2016

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *