Greiða aldrei meira en 95.200 kr. á ári!

hjart1

 

hjart1

mbl.is/ Árni Sæ­berg

Kristján Þór Júlí­us­son heil­brigðisráðherra hef­ur mælt fyr­ir frum­varpi til breyt­inga á lög­um um sjúkra­trygg­ing­ar sem kveður á um nýtt greiðsluþátt­töku­kerfi fyr­ir heil­brigðisþjón­ustu. Meg­in­mark­miðið er að hlífa þeim sem þurfa á mik­illi heil­brigðisþjón­ustu að halda fyr­ir háum kostnaði og jafna greiðslu­byrði sjúkra­tryggðra. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá vel­ferðarráðuneyt­inu.

Sam­kvæmt frum­varp­inu verður tryggt að mánaðarleg­ar greiðslur fólks fari aldrei yfir til­tekið há­mark og sett verður þak á ár­leg heild­ar­út­gjöld fólks fyr­ir þá heil­brigðisþjón­ustu sem fell­ur und­ir nýja greiðsluþátt­töku­kerfið. Há­marks­greiðslur hjá öldruðum, ör­yrkj­um og börn­um verða lægri en hjá öðrum. Und­ir nýja kerfið fell­ur þjón­usta heilsu­gæslu, sjúkra­húsa, sjálf­stætt starf­andi heil­brigðis­starfs­manna, rann­sókn­ir og geisla- og mynd­grein­ing­ar.

Helstu mark­mið frum­varps­ins er að skapa ein­fald­ara, gegn­særra og skilj­an­legra greiðsluþátt­töku­kerfi, verja þá sem mestu þjón­ustu þurfa fyr­ir háum út­gjöld­um, draga úr út­gjöld­um barna­fjöl­skyldna og styrkja hlut­verk heilsu­gæsl­unn­ar.

hjart2

Kristján Þór Júlí­us­son, heil­brigðisráðherra hef­ur mælt fyr­ir frum­varpi til breyt­inga á lög­um um sjúkra­trygg­ing­ar mbl.is/​Styrm­ir Kári

Aldrei meira en 33.600 kr. á mánuði

Í nýju kerfi mun al­menn­ur not­andi greiða að há­marki 95.200 kr. á ári fyr­ir heil­brigðisþjón­ustu en þó aldrei meira en 33.600 kr. á mánuði. Öryrkj­ar, aldraðir og börn munu greiða að há­marki 63.500 kr. á ári og aldrei meira en 22.400 kr. á mánuði.

Við inn­leiðingu á nýju kerfi munu greiðslur fólks fyr­ir heil­brigðisþjón­ustu mánuðina á und­an reikn­ast til af­slátt­ar. Al­menn­ur not­andi með full­an af­slátt mun þá greiða að há­marki 67.200 kr. á ári (í stað 95.200 kr.) en börn, aldraðir og ör­yrkj­ar með að há­marki 44.800 kr. á ári (í stað 63.500 kr.).

Al­menn komu­gjöld á heilsu­gæslu verða áfram 1.200 kr en komu­gjöld fólks á aldr­in­um 67 – 69 ára lækka úr 960 kr. og verða 600 kr. líkt og hjá þeim sem eru 70 ára og eldri. Börn yngri en 18 ára greiða ekki komu­gjöld frek­ar en verið hef­ur. Fæðing­arþjón­usta, mæðravernd og inn­lögn á sjúkra­hús verður sem fyrr gjald­frjáls.

Greiða þjón­ustu sjálf­stætt starf­andi sér­fræðinga við börn

Greiðslur al­mennra not­enda fyr­ir þjón­ustu hjá sjálf­stætt starf­andi sér­fræðing­um verða í sam­ræmi við gjald­skrá þeirra og án greiðsluþátt­töku sjúkra­trygg­inga hafi viðkom­andi ekki áunnið sér rétt til af­slátt­ar í nýju kerfi.

Öryrkj­ar og aldraðir sem ekki hafa áunnið sér rétt til af­slátt­ar í nýju kerfi munu greiða sem nem­ur 2/​3 hlut­um af gjaldi al­mennra not­enda. Sama máli gegn­ir um þjón­ustu við börn, nema þau sæki þjón­ust­una sam­kvæmt til­vís­un frá heilsu­gæslu.

Sjúkra­trygg­ing­ar greiða að fullu fyr­ir þjón­ustu sjálf­stætt starf­andi sér­fræðinga við börn ef þjón­ust­an er veitt sam­kvæmt til­vís­un frá heilsu­gæslu.

Líkt og áður verða ekki inn­heimt komu­gjöld fyr­ir börn í heilsu­gæsl­unni. Það er aft­ur á móti ný­mæli að sjúkra­trygg­ing­ar munu greiða að fullu fyr­ir þjón­ustu sjálf­stætt starf­andi sér­fræðinga við börn að 18 ára aldri leiti þau þangað á grund­velli til­vís­un­ar frá heilsu­gæsl­unni.

hjart3

Eitt mark­miða frum­varps­ins er að styrkja hlut­verk heilsu­gæsl­unn­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son  fengið af vef mbl.is  14.4.2016 | 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *