Þekkt­ur hjarta­lækn­ir kem­ur hingað til starfa.

dr

„Það skipt­ir mig öllu máli að vera í góðu sam­starfi við ís­lenska lækna og heil­brigðis­kerfið,“ seg­ir dr. Pedro Brugada, einn fremsti hjartask­urðlækn­ir heims, sem síðar á þessu ári mun opna skurðstofu á Klíník­inni í Ármúla.

dr

Við hann er kennt Brugada-heil­kennið, sem hann og Joseph bróðir hans upp­götvuðu en það get­ur aukið lík­ur á hjarta­stoppi og hef­ur verið tals­vert í umræðunni vegna ótíma­bærra dauðsfalla ungs fólks.

Hann er nú stadd­ur hér á landi og átti m.a. fund með Kristjáni Þór Júlí­us­syni heil­brigðisráðherra í gær­morg­un og seg­ir sam­talið hafa verið gagn­legt. „Við rædd­um m.a. að sam­starf við ís­lenska hjarta­sér­fræðinga væri afar mik­il­vægt,“ seg­ir hann, en lík­lega munu er­lend­ir lækn­ar starfa á hans veg­um í Klíník­inni fyrst í stað, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um áform hans hér á landi í Morg­un­blaðinu í dag.

 | Morg­un­blaðið | 7.5.2016 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *