„Bara ég hefði aldrei byrjað“

lungu

lungu

Dagur án tóbaks 31. maí

Á Degi án tóbaks, 31. maí kl. 20:40, verður sýnd á RÚV heimildamyndin „Bara ég hefði aldrei byrjað“. Í myndinni segja fjórir einstaklingar frá afleiðingum reykinga á líf þeirra. Að myndinni standa í sameiningu Astma- og ofnæmisfélag Íslands, Hjartaheill, Hjartavernd, Krabbameinsfélag Reykjavíkur og Samtök lungnasjúklinga. Öll hafa þessi samtök komið á margvíslegan hátt að tóbaksforvörnum og fræðslu um skaðsemi reykinga, um áhættuþætti og afleiðingar þeirra. Styrktaraðilar myndarinnar eru ÁTVR, Embætti landlæknis, Nicorette og Pfizer.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *