Reykjavíkurmaraþon, Hlauparar!

heartrun

Nú styttist óðum i Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem verður laugardaginn 20 ágúst, 2016, við hjá Hjartaheill viljum óska ykkur öllum góðs gengis og einnig hvetja þá hlaupara sem hafa valið að hlaupa fyrir okkar félag að koma við á borðinu okkar á FIT&RUN sýningunni þegar þið náið í nr. ykkar í laugardalshöllinni en við verðum með bás þar og okkur langar að færa ykkur boli ( dry-fit ) merkt Hjartaheill í þakklætisskyni, einnig ætlum við að vera með hvatningarstöð á hlaupaleiðinni og hvetja okkar hlaupara sem og aðra. ( staðsetning auglýst síðar )

heartrun

 

 

Ekki má gleyma hlaupastyrkur https://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/charity/60/hjartaheill  

En inná þessum link getið þið séð okkar hlaupara, heitið á þá og sent þeim baráttukveðjur, þetta er frábær fjáröflun sem við setjum í sjóð okkar sem notaður er til að styðja við bakið á hjartadeild landspítalans sem og í forvarnar vinnu en við höfum verið dugleg að ferðast um landið og bjóða uppá fríar mælingar.

Hlauparar!! við erum með facebook viðburð v/ hlaupsins endilega kíkið á hana https://www.facebook.com/events/1076858259054513/ hjartans þakkir fyrir að velja okkar félag.

Gangi ykkur vel!

 

MUNUM MARGT SMÁTT GERIR EITT STÓRT !

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *