Hjartaganga, alþjóðlega hjartadaginn 29.september

AR-20110929-34b

Alþjóðlegur hjartadagur er haldinn 29. september ár hvert en það er Alþjóðahjartasambandið (World Heart Federation) sem hvetur aðildarfélög sín um allan heim til að halda upp á Hjartadaginn.

AR-20110929-34b

Á Íslandi sameinast Hjartaheill, Hjartavernd, Neistinn og Heilaheill um að halda daginn.
Í tilefni af honum verður Hjartadagshlaup þann 25. september kl. 10 á Kópavogsvelli. Boðið er upp á 5 og 10 km vegalengdir og verður þátttaka ókeypis eins og áður. Hægt að skrá sig á hlaup.is eða á staðnum. Einnig verður boðið upp á Hjartadagsgöngu þann 29. september kl. 17:30 frá gömlu rafstöðinni í Elliðarárdal. Allir velkomnir.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *