Söfnun fyrir Hjartaheill hófst í gær

Söfnun fyrir Hjartaheill hófst í gær

Söfnun fyrir Hjartaheill hófst í gærHr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hóf í gær opinberlega söfnunarverkefni Hjartaheilla við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. 

 

Hjartaheill stendur fyrir landssöfnun dagana 28. september til og með 8. október næstkomandi. Þar sem landsmenn eru hvattir til þess að kaupa Hjartanæluna og styðja þannig við margþætta starfsemi Hjartaheilla svo sem forvarnir og ókeypis mælingar á blóðgildum sem hafa sýnt sig að geta bjargað mannslífum. 

 

Hægt er að kaupa Hjartanæluna á vefsíðunni www.hjartaheill.is/old í verslunum 10/11, Iceland og Bónus í Lyfju, hjá Póstinum og á bensínstöðum N1. Sölufólk mun einnig ganga í hús meðan söfnunin stendur yfir. Nælan kostar 2.000,- kr. 

 

Árlega koma hundruðir manna í ókeypis mælingar á vegum Hjartaheilla og reglulega í slíkum mælingum hefur tugum manna verið vísað beint til frekari rannsókna. Á hverjum degi deyja að meðaltali tveir Íslendingar af völdum hjarta- og æðasjúkdóma sem oftar en ekki eiga sér erfðafræðilegar skýringar frekar en að þeir séu endilega afleiðingar lífsstíls. Allir ættu því að láta mæla blóðgildi sín reglulega. 

 

Á myndinni með forsetanum eru Sigrún Eðvaldsdóttir, Sveinn Guðmundsson og Guðrún Bergmann Franzdóttir.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *