Líkaminn getur gert viðvart 1 mánuði fyrir hjartaáfall: Þessi einkenni ættu allir að þekkja

hjartaepli

Árlega látast margir af völdum hjartaáfalls en hjartaáföll eru meðal algengustu dánarorsakanna á Vesturlöndum. En allt að mánuði áður en hjartaáfall ríður yfir byrjar líkaminn að senda frá sér ákveðinn aðvörunarmerki og þau getur að sjálfsögðu verið gott að þekkja.

Þetta kemur fram á vefsíðunni Gutfuerdich.co. Þar eru nokkur atriði talin upp sem eru sögð vera viðvörunarmerki um að eitthvað sé að hjartanu.

hjartaepli

1. Þreyta. Það er eðlilegt að vera þreyttur öðru hvoru en ef þú örmagnast af hversdagslegum hlutum eins og að versla inn getur verið góð hugmynd að fara til læknis. Það sama á við ef þú verður móð(ur) við minnháttar áreynslu.

2. Þrýstingur fyrir brjósti. Eitt algengasta merkið um yfirvofandi hjartaáfall er þrýstingur fyrir brjósti. Þessi þrýstingur finnst ekki endilega bara í brjóstinu heldur getur hann einnig fundist í handlegg, yfirleitt þeim vinstri, en einnig getur fólk fundið fyrir þrýstingi í hálsinum innanverðum, hnakkanum, kjálka, baki eða maganum.

3. Andnauð. Við hjartaáfall dragast æðarnar saman en það hefur í för með sér að lungun fá ekki lengur nægilega mikið blóð. Þess vegna getur fólk fundið fyrir andnauð áður en það fær hjartaáfall. Ef fólk á skyndilega erfitt með andardrátt er full ástæða til að leita til læknis.

4. Örmögnun. Ef þér finnst þú vera veikburða og örmagna getur það verið vegna þess að vöðvarnir fá ekki lengur nægilega mikið blóð til sín. Það getur verið merki um yfirvofandi hjartaáfall.

5. Mikill sviti og svimi. Ef maður svitnar mikið getur það verið merki um vandræði með hjartað. Svimi getur einnig verið vegna þess að of lítið blóð berst til heilans.

6. Kvef og inflúensa. Nú er árstími kvefs og flensu runnin upp og ekkert óeðlilegt við að fá annað hvort eða hvoru tveggja. En það eru kannski ekki allir sem vita að einkenni kvefs geta verið merki um yfirvofandi hjartaáfall. Það er rétt að hafa það í huga, sérstaklega ef fólk er með eitthvert áðurgreindra einkenna eftir því sem segir í umfjöllun Gutfuerdich.co.

Pressan 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *