Konur sem reykja fjórum sinnum líklegri til að fá kransæðastíflu

reykingar

reykingar

 

Rekja má um þriðjung allra dauðsfalla á Íslandi til hjarta og æðasjúkdóma og eru þrír fjórðu þeirra vegna kransæðasjúkdóms.   Áhættuþættir eru vel þekktir eins og reykingar, háþrýstingur, blóðfita, sykursýki, offita og hreyfingarleysi.

Kransæðabókin, er ný bók sem samin er af þrjátíu sérfræðingum Landspítalans. Tómas Guðbjartsson er annar ritstjóri bókarinnar. Hann segir dánartíðni vegna kransæðasjúkdóma hafa snarminnkað og megi meðal annars þakka þeim góða árangri sem hefur náðst í reykingarforvörnum, en Ísland er með eina lægstu reykingatíðni í Evrópu, eða 11,4 prósent.

 

Tómas er annar tveggja ritstjóra bókarinnar, en alls komu þrjátíu sérfræðingar að henni.

Tómas er annar tveggja ritstjóra bókarinnar, en alls komu þrjátíu sérfræðingar að henni.

„Það er hins vegar þannig að ungar konur er sá hópur sem við þyrftum að einblína frekar á. Þar hefur ekki náðst eins góður árangur og til dæmis í grunnskólum og hjá eldra fólki. En þarna til mikils að vinna því það kemur í ljós, eins og kemur fram í bókinni, að ungar konur er sá hópur sem er viðkvæmastur fyrir áhrifum reykinga hvað kransaæðasjúkdóma varðar,“ segir Tómas en konur sem reykja eru fjórum sinnum líklegri en karlar sem reykja að fá kransæðastíflu.

Tómas bendir einnig á að vaxandi offita á Íslandi sé stór áhættuþáttur sem einblína þurfi á.  

„Ef við snúum ekki við þeirri þróun þá er hætt við því að sá frábæri árangur sem hefur náðst hvað kransæðasjúkdóma varðar haldi ekki áfram. Þess vegna er þetta pólitísk spurning, hvort við eigum að nota frekari stýringu varðandi sykurskatt eða lækka verð á hollum matvælum, eins og grænmeti,“ segir Tómas Guðbjartsson.

 

13. NÓVEMBER 2016 visir.is

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *