Knús eru best í heimi, en vissir þú hvað þau eru góð fyrir heilsuna?

knús

knús

Knús eru svo góð og það er alltaf gott að knúsa einhvern – og enn betra vitandi hversu gott það er fyrir heilsu okkar.

Við ættum raunverulega ekki að fara í gegnum einn einasta dag án þess að knúsa einhvern. Og það besta við knúsið er að maður getur yfirleitt ekki gefið knús án þess að vera sjálfur knúsaður.

Knús flytja orku

Knús er talið gera okkur svo gott og segja sumir það vera á við gott meðal. Það flytur orku og veitir þeim sem knúsaður er andlega upplyftingu.

Vísindamenn telja knúsið vera mikilvægt form samskipta okkar – því að með knúsinu getum við sagt það sem við komum ekki orðum að.

Sagt er að við þurfum fjögur knús á dag til að geta lifað, og við þurfum átta til að halda okkur góðum og tólf knús til að vaxa og þroskast.

Knúsið gerir meðal annars þetta fyrir okkur

1. Knús láta okkur líða vel.

2. Fleiri knús geta lækkað blóðþrýstinginn.

3. Knús róa okkur og draga úr ótta.

4. Knús geta verið góð fyrir hjartað.

5. Knús draga úr stressi.

Svo ef þú ert ekki nú þegar knúsari þá mælum við með því að þú byrjir að knúsa því það gerir þér ekkert nema gott!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *